Brynjar Narfi Arndal (J.L.Long)
Brynjar Narfi Arndal leikmaður FH í Olís-deild karla varð í gær sá yngsti til að skora mark í leik í efstu deild karla á. Það er Handbolti.is sem greinir frá. Þar segir Handbolti.is að Brynjar Narfi hafi verið 15 ára og 81 dags gamall í gær en hann er fæddur 30. júní 2010. Brynjar Narfi kom við sögu í sínum fyrsta meistaraflokks leiks í efstu deild í febrúar á síðustu leiktíð og var þar með yngsti leikmaður í sögu efstu deildar til að spila. Nú hefur hans fyrsta mark á meistaraflokks ferlinum litið dagsins ljós og Brynjar Narfi þar með búinn að slá tvö met á sama almanaksárinu. Brynjar Narfi skoraði eitt mark gegn ÍBV í 36-30 sigri liðsins í 3.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi en mark Brynjars Narfa var síðasta mark FH í leiknum. Handbolti.is greinir jafnframt frá því í sinni umfjöllun um málið að Selfysinngurinn, Ragnar Jóhannsson, hafi átt metið fram til gærkvöldsins. Ragnar var 15 ára og 138 daga gamall er hann skoraði fyrir Selfoss í leik gegnum Haukum á Ásvöllum 12. mars 2006. Þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild er síðan annar FH-ingur sem lagði handboltaskóna nýverið á hilluna, Aron Pálmarsson en hann var 15 ára og 223 daga gamall er hann skoraði í leik FH og ÍBV 1. mars 2006. Aron Pálmarsson átti það met hinsvegar bara í ellefu daga því eins og fyrr segir bætti Ragnar Jóhannsson jafnaldri hans frá Selfossi það 11 dögum síðar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.