Sigurður Dan Óskarsson (Sævar Jónasson)
Sannkallaður botnslagur fór fram í Hekluhöllinni í kvöld þegar Stjarnan tók á móti HK en bæði þessi lið voru stigalaus fyrir leikinn. Það fór svo að Stjarnan vann HK 26-25 í miklu spennuleik þar sem HK fékk tækifæri að jafna undir lok leiksins en tókst ekki að skora úr aukakastinu. HK hóf leikinn betur en Stjarnan og voru fljótlega komnir í 2-5 en Stjarnan vann sig inn í leikinn hægt og rólega og geta þakkað Sigurði Dan Óskarssyni fyrir það en hann fór á kostum í marki Stjörnumanna í kvöld og lagði grunninn að sigri þeirra. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Stjörnunni og liðin héldu áfram að skiptast á forystu í síðari hálfleik en undir restina virtist Stjarnan vera komin með sigurinn en aftur náðu HK að vinna sig inn í leikinn og jafna 25-25. Það var svo Benedikt Marinó Herdísarson sem tryggði Stjörnunni sigur þegar um 10 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði fyrstu stig þeirra í deildinni. HK sitja áfram á botni deildinnar stigalausir eftir 3.umferðir. Markaskourun Stjörnunnar: Ísak Logi Einarsson 6 mörk, Gauti Gunnarsson 4, Jón Ásgeir Eyjólfsson 4, Jóhannes Björgvin 3, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Pétur Árni Hauksson 2, Rea Barnabás 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Starri Friðriksson 1, Loftur Ásmundsson 1. Markvarsla Stjörnunnar: Sigurður Dan Óskarsson 17 varin. Markaskorun HK: Sigurður Jefferson Guarino 6 mörk, Hauka Ingi Hauksson 5, Ágúst Guðmundsson 4, Leó Snær Pétursson 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Andri Þór Helgason 2, Kristján Pétur Barðarson 2, Örn Alexandersson 1, Styrmir Hugi Sigurðsson 1. Markavarsla HK: Róbert Örn Karlsson 10 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.