Það mun enginn ungur strákur fara frá ÍR
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)

Handkastið greindi frá því í vikunni að Framarar hafi gert kauptilboð í Jökul Blöndal Björnsson leikmann ÍR. 

ÍR-ingar hafa hinsvegar ekki hug á því að selja leikmanninn miðað við orð Bjarna Fritzsonar þjálfara ÍR í viðtali við Handkastið eftir tap liðsins gegn Haukum í gærkvöldi.

,,Var hann orðaður í Fram, af hverjum?,” sagði sagði Bjarni þegar hann var spurður út í málið.

,,Ég held að öll lið í deildinni hafi áhuga að fá einhvern af okkar ungu strákum. Mér finnst það bara mjög eðlilegt að lið hafi áhuga á þeim,” sagði Bjarni sem benti á að allir yngri leikmenn hafi skrifað undir þriggja ára samning og væru því ekki á förum frá félaginu.

,,Við erum að vinna geggjaða vinnu. Við erum að fá fullt af fyrirspurnum frá alskonar liðum. Það er hrós á þá því þeir eru geggjaðir. Það mun enginn ungur strákur fara frá ÍR.”

,,Þetta er eins og spyrja Fram í fyrra hvort það væri hægt að kaupa Reyni. Þetta er fásinna en ég skil Fram alveg vel að þeir séu að reyna."

Jökull átti erfitt uppdráttar í leiknum í gær. Bjarni var spurður að því hvort umræðan í vikunni hafi haft áhrif á leikmanninn í leiknum.

,,Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað hann er að spá. Við spáum ekkert í neinum fréttum. Augljóslega eru þetta ungir strákar á sínu öðru ári í Olís-deildinni og allt er góð reynsla fyrir þá," sagði Bjarni að lokum.

Viðtalið við Bjarna er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top