Pedro Nunes (Hörður)
Þjálfari Harðar, Pedro Nunes, hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum um atvikið sem átti sér stað í Vestmannaeyjum síðastliðinn mánudag þegar liðið tapaði fyrir ÍBV 2 í Poweraid bikarkeppni HSÍ. Pedro hafði þetta um atvikið að segja í lauslegri þýðingu blaðamanns: ,,Í síðustu viku átti ég tvö af óréttlátustu augnablikum lífs míns. Augnablik þar sem ég fann fyrir gífurlegu óréttlæti. Augnablik þar sem ég fann fyrir miklum vanmátt til að verja liðið mitt og allt það starf sem við vinnum dag frá degi. ,,59:20 – Við í með eins marks forystu, með 4 leikmenn inná vellinum. Ég bið um leikhlé með boltann í okkar höndum, tímavarðarborðið er seint til að gefa leikhléið, flautan hljómar, dómararnir heyra það ekki, þeir dæma ruðning. Þeir spyrja borðið, 7 og 10 ára börn, þeir segja að ég hafi ekki beðið um það. Ég fæ rautt spjald í mótmælaskyni, við endum með þrjá leikmenn inná vellinum og töpum leiknum." ,,Í dag er nýr kafli... halda áfram áfram! Leikur gegn Fram 2 í dag." Hér má sjá leiki dagins í Grill 66 deild karla. Við fórum yfir þetta mál í nýjasta þætti Handkastins sem má hlusta á hér að neðan:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.