Hræddur um að Patrekur verði frá næstu vikurnar
Egill Bjarni Friðjónsson)

Andri Snær Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Patrekur Stefánsson leikmaður KA hefur ekkert leikið liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Andri Snær Stefánsson hafði vonast til að Patrekur yrði með liðinu gegn Aftureldingu í 3.umferðinni í Olís-deildinni á fimmtudaginn en svo varð ekki.

KA tapaði þeim leik með níu mörk 36-27.

Andri Snær sagði í viðtali við Handkastið eftir leik að Patrekur væri enn að glíma við meiðsli.

,,Við vonuðumst eftir því að hann gæti verið með í leiknum í dag (fimmtudag) en ég er því miður hræddur um að það gætu verið nokkrar vikur í viðbót í hann. Ég geri að minnsta kosti ekki ráð fyrir honum í næsta leik," sagði Andri Snær í viðtali við Handkastið eftir tapið gegn Aftureldingu á fimmtudaginn.

KA er með tvö stig að loknum þremur leikjum en liðið mætir HK í Kórnum í 4.umferðinni næstkomandi föstudagskvöld.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top