Leið alltaf eins og við myndum klára þetta
Sævar Jónasson)

Benedikt Marínó skoraði sigurmark Stjörnunnar. (Sævar Jónasson)

Þrír æsispennandi leikir fóru fram í 3.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi. Einn af þeim var leikur Stjörnunnar og HK sem endaði með eins mark sigri Garðbæinga 26-25.

Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn og því var mikið undir hjá báðum liðum. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með bæði sigurinn og leikinn hjá sínu liði.

,,Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og heilt yfir góð frammistaða hjá liðinu og ég er virkilega ánægður með leikinn. Það var mikið undir fyrir bæði lið og ég skynjaði að það var extra mikið undir hjá báðum liðum," sagði Hrannar Guðmundsson í viðtali við Handkastið eftir sigurinn í gær.

,,Við vorum þyrstir í fyrsta sigurinn í deildinni,“ bætti hann við.

Mikil spenna var undir lok leiks en Stjarnan hafði undirtökin meira og minna en HK-ingar höfðu jafnað metin tæpum 60 sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan fór í sókn og eftir leikhlé frá Hrannari Guðmundssyni skoraði Benedikt Marínó Herdísarson sigurmark leiksins.

,,Auðvitað var maður stressaður undir lokin því þetta var bara jafn leikur og allt gat gerst. Þetta var jafnt allan leikinn en mér fannst við samt með yfirhöndina stóran hluta leiksins og mér leið alltaf eins og við myndum klára þetta. Það var því frábæran tilfinning að sjá boltann í netinu hjá Benna í lokin."

,,Nú þurfum við bara að núllstilla okkur, fagna þessum sigri en það er bara næsti leikur gegn FH í næstu umferð sem við byrjum að undirbúa okkur fyrir á næstu æfingu," sagði Hrannar að lokum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top