Bjarki Steinn Þórisson (Kristinn Steinn Traustason)
Línumaðurinn Bjarki Steinn Þórisson gæti verið á förum frá ÍR en hann hefur ekkert verið með liði ÍR í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Það hefur vakið athygli Handkastsins að línumaðurinn, Bjarki Steinn Þórisson hefur ekki verið í leikmannahópi ÍR í upphafi tímabils. Bjarki Steinn sem er uppalinn í Stjörnunni hefur leikið með ÍR síðustu tímabil. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR segir það hafa sínar skýringar. ,,Bjarki fékk leyfi til að skoða sig um.” ÍR fékk til sín línumanninn Óðin Frey Heiðmarsson frá Fjölni sem virðist hafa tekið við hlutverki Bjarki Steins í hjartavarnarinnar hjá ÍR og á línunni sóknarlega. Auk þess eru ÍR-ingar með efnilegan línumann í Patreki Smára Arnarssyni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.