Blær markahæstur í tapi gegn Kiel
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Laube var markahæstur í leiknum. ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Blær Hinriksson og félgar í Leipzig eru enn í leit af fyrsta sigri tímabilsins en liðið tók á móti Kiel í 5.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Kiel voru sterkari aðilinn allan leikinn og komust mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik 22-15 en staðan í hálfleik var 23-18 Kiel í vil.

Það fór svo á endanum að Kiel vann sjö marka sigur 41-34 þar sem Blær Hinriksson var markahæstur í liði Leipzig með átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar. 

Hjá Kiel var línumaðurinn Lukas Laube markahæstur með tíu mörk. Eric Johansson og Elias á Skipagötu komu síðan með átta og sjö mörk.

Kiel er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga en Leipzig  eru næst neðstir með einungis eitt stig. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top