Blær markahæstur í tapi gegn Kiel
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Laube var markahæstur í leiknum. ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Blær Hinriksson og félgar í Leipzig eru enn í leit af fyrsta sigri tímabilsins en liðið tók á móti Kiel í 5.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Kiel voru sterkari aðilinn allan leikinn og komust mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik 22-15 en staðan í hálfleik var 23-18 Kiel í vil.

Það fór svo á endanum að Kiel vann sjö marka sigur 41-34 þar sem Blær Hinriksson var markahæstur í liði Leipzig með átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar. 

Hjá Kiel var línumaðurinn Lukas Laube markahæstur með tíu mörk. Eric Johansson og Elias á Skipagötu komu síðan með átta og sjö mörk.

Kiel er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga en Leipzig  eru næst neðstir með einungis eitt stig. 

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top