Danskur landsliðsmaður til nýliðanna í Danmörku
Andreas Gora / AFP)

Jaron Siewert (SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson leikmaður Fuchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni hefur ákveðið að fara aftur heim til Danmerkur næsta sumar og leika í dönsku úrvalsdeildinni.

Lasse Andersson hefur samið við nýliðana í dönsku úrvalsdeildinni, HØJ Elite.

Félagið hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum en til að mynda leika stórstjörnu á borð við Hans Lindberg, Michael Damgaard og Hampus Wanne með liðinu. Jannick Green markvörður PSG hefur síðan verið kynntur sem leikmaður liðsins frá og með næsta sumri.

Þetta eru aðeins nokkrir af þeim stóru leikmönnum sem spila fyrir HØJ Elite.

Lasse Andersson er uppalinn hjá KIF Kolding en fór þaðan til Barcelona en hefur nú leikið með Fuchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni. Þessi 31 árs gamli danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson hefur átt glæsilegan feril hingað til.

Danski miðilinn B.T. nefnir að Simon Pytlick sé líklegasti kandídatinn til að ganga í raðir Füchse Berlin og leysa Lasse Andersson af hólmi.

HØJ hefur ekki byrjað tímabilið nægilega vel heima fyrir en liðið er með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðir dönsku úrvalsdeildarinnar. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef þeir nái ekki að halda sæti sínu í deildinni vitandi af því að bæði Jannick Greeen og Lasse Andersson séu að koma á næsta tímabili.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top