Jaron Siewert (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Jaron Siewert fyrrverandi þjálfari Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín er nú orðaður við tvö félög. Það var Handballtransfer.dk sem greindi fyrst frá. Jaron Siewert sem var óvænt rekinn frá Fuchse Berlín í upphafi tímabils er nú orðaður við þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover-Burgdorf auk danska úrvalsdeildarfélagsins, HØJ Elite sem eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni. Þjóðverjinn, Christian Prokop er þjálfari Hannover-Burgdorf og hefur verið með liðið frá árinu 2021. Daninn, Jesper Fredin er þjálfari HØJ Elite en félagið hefur sankað að sér stórstjörnum að undanförnu en síðast í gær var greint frá því að danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson gangi í raðir félagsins einmitt frá Fuchse Berlín næsta sumar. Auk þess mun Jannick Green markvörður PSG ganga í raðir félagsins næsta sumar. Danski vefmiðlar hafa fjallað um málið í dag og lýsa undrun sinni að jafn stór prófíll og Jaron Siewert sé orðaður við dönsku nýliðanna en segja á sama tíma það lýsa því ágætlega á hvaða stað félagið sé og hvert það stefnir. Það verður fróðlegt að sjá á næstunni hvar Siewert endar en hann er án efa mjög spennandi kostur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.