Siggi Braga kann ekki að vinna
Sævar Jónsson)

Sigurður Bragason (Sævar Jónsson)

Í nýjasta þætti Handkastsins var farið yfir mál málanna í þessari viku er ÍBV 2 vann Hörð í bikarnum á ótrúlegan hátt þar sem skandall átti sér stað undir lok leiks.

Eitt af því sem rætt var í þættinum var hegðun Sigurðar Bragasonar leikmanns ÍBV 2 eftir leik en hann er einnig aðstoðarþjálfari karla liðs ÍBV í Olís-deildinni.

,,Ég veit að ég er gríðarlega gagnrýndur í Vestmannaeyjum og mér er alveg sama. Ég tek því ekkert persónulega en að hafa horft til dæmis á Sigurð Bragason aðstoðarþjálfara ÍBV í Olís-deild karla hlaupa og fagna í andlitið á Harðverjum eftir allt sem undan hafi gengið. Erum við að grínast?," sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins og opnaði þar með umræðuna á háttsemi Sigurðar Bragasonar gagnvart leikmönnum Harðar strax eftir að leiknum lauk.

,,Sigurður Bragason kann ekki að vinna, þetta er óþolandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað og ekki í þriðja. Þetta er óþolandi. Þetta er fáránleg vanvirðing gagnvart andstæðingnum,” bætti Kristinn Björgúlfsson gestur þáttarins við sem hafði séð atvikið á myndskeiði.

Arnar Daði bætti við að:

,,Þetta er einstaklingur sem ber leikmann sinn eftir bikarfögnuð. Ég held að segja að Sigurður Bragason kunni ekki að vinna sé ágætis lína.” Þar á Arnar Daði við þegar Sigurður Bragason réðst á leikmann ÍBV tímabilið 2017/2018 eftir bikarfögnuð liðsins. Steig Sigurður tímabundið til hliðar eftir atvikið en hann gisti fangageymslur eftir atvikið.

Sigurður var þó mættur á varamannabekk ÍBV stuttu síðar.

,,Þetta er rígfullorðinn maður að nálgast fimmtugt, hoppandi og skoppandi eins og eitthvað lukkutröll í einhverjum sirkus fyrir framan Harðverja,” bætti Stymmi klippari við umræðuna.

Hér að neðan má sjá myndskeið eftir leik þar sem sést þegar Sigurður Bragason og Sæþór Garðarsson leikmenn ÍBV 2 fagna eftir leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top