Sjáðu stórkostlegt mark Monsa í stórleik
(Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi ((Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi Þórðarson fór á kostum með liði Alkaloid í Norður-Makedóníu í dag þegar liðið tók á móti stórliði Eurofarm Pelister í 3.umferð Norður-Makedónísku deildarinnar en Eurofarm Pelister leikur í Meistaradeild Evrópu.

Monsi gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk úr sjö skotum í stórmeistara jafntefli, 33-33.

Í fyrri hálfleik í stöðunni 10-9 skoraði Monsi stórkostlegt mark með skoti aftur fyrir bak úr hraðarupphlaupi og kom Alkaloid í 11-9.

Hægt er að sjá markið hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top