Simon Pytlick (AXEL HEIMKEN via AFP)
Þremur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í dag en Íslendingarnir voru í eldlínunni í þeim öllum. Leikur Leipzig og Kiel er nýfarinn af stað. Þýskalandsmeistarar Fuchse Berlín höfðu betur gegn meiðslahrjáðum leikmönnum Melsungen 30-24 þar sem Mathias Gidsel var markahæstur með níu mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen. Reynir Þór Stefánsson er enn að jafna sig af meiðslum en hann hefur ekkert leikið með Melsungen í upphafi tímabils. Lærisveinar Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer fengu Flenburg í heimsókn en Bergischer eru nýliðar í deildinni. Flensburg hafði strax mikla yfirburði í leiknum og skoruðu alls 26 mörk í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 26-18. Leiknum lauk með tíu marka sigri Flensburg 43-33 þar sem Simon Pytlick var markahæstur með átta mark og þeir Emil Jakobsen og Johannes Golla komu næstir með sjö mörk. Að lokum mættust Hannover- Burgdorf og Rhein Neckar Löwen. Heimamenn hófu leikinn af krafti og komust snemma í 6-2 í kjölfarið kom góður kafli hjá Rhein Neckar Lowen sem jöfnuðu metin í stöðunni 9-9 með marki frá Hauki Þrastarsyni. Staðan í hálfleik var 15-13 Hannover Burgdorf í vil. Heimamenn höfðu yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og uppskáru að lokum fjögurra marka sigur 28-24 þar sem Haukur Þrastarson var næst markahæstur í liði RN-Lowen með fimm mörk og gaf sex stoðsendingar en Jannick Kohlbacher var markahæstur með sex mörk. Justus Fischer var markahæstur Burgdorf með fimm mörk og fyrrum leikmaður Fram, Vilhelm Poulsen skoraði fimm mörk. Úrslit dagsins:
Fuchse Berlín - Melsungen 30-24
Bergischer - Flensburg 33-43
Hannover Burgdorf - RN Lowen 28-24
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.