Kári Kristján Kristjánsson - Aron Pálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið hefur leitt þá umfjöllun um það hvað verður um Kára Kristján Kristjánsson sem hefur verið samningslaus frá því að samningur hans við ÍBV rann út í sumar og hann fékk ekki framlengdan samning sinn eins og til stóð. Handkastið hefur þó ekki verið með mann að fylgjast með öllum ferðum Kára Kristján þó það mætti halda það en Handkastið fékk fregnir af því að Kári Kristján sást á Reykjavíkurflugvelli seinni partinn í dag á leið í flug norður. Þar sást hann með töluvert magn af töskum og farangri. Handkastið ætlar að gefa sér það, að þó Kári sé mikill ævintýramaður og finnist gaman að ferðast að þá sé þetta skilaboð um að Kári Kristján sé loks að ganga í raðir nýliða Þórs. Í nýjasta þætti Handkastsins var hitað upp fyrir næsta leik Þórs í Olís-deildinni sem er heldur betur athyglisverður en það er leikur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag. ,,Ég lofaði að við fengjum þetta í síðustu viku en ég ætla vona að við fáum þetta í þessari viku. Það er stórleikur í Vestmannaeyjum næstu helgi og það væri gaman ef Kári væri klár fyrir það," sagði Stymmi klippari og bætt við: ,,Ofboðslega væri það gaman fyrir okkur hlutlausu mennina ef Kári yrði mættur inn á gólfið í Vestmannaeyjum." ,,Litla áhorfið á þann leik," sagði Gunnar Valur Arason gestur þáttarins áður en Sigurjón Friðbjörn Björnsson tók til máls. ,,Ég hef velt þessu fyrir mér, með Þórð Tandra sem er göslari og síðan kemur Kári. Ef við tökum ÍBV sem dæmi, þú þarft að spila svolítið einstakan handbolta til að fá allt útúr Kára Kristjáni. Verða Þórsarar jafn góðir að spila með Kára inná? Og eru útispilarnir hjá Þór þær týpur að vera spila mikið í kringum Kára? Þetta hefur verið einstakur handbolti sem ÍBV hefur verið að spila með Kára," sagði Sigurjón. ,,Ég hef svo mikla trú á Daniel Birkelund sem þjálfara að ég held að hann eigi alveg eftir að drilla þetta saman, hratt og örugglega," svaraði Stymmi klippari og bætti við að miðað við hvernig deildin væri að spilast í upphafi þá ættu Þórsarar að geta látið sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni. Það yrði heldur betur ótrúlegur kafli í sögu Kára Kristjáns ef hann myndi ganga í raðir Þórs og hans fyrsti leikur með nýju liði yrði í Vestmannaeyjum gegn ÍBV.Litla áhorfið á þann leik
Þórsarar mega leyfa sér að dreyma
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.