Landsliðsmennirnir glíma við smávægileg meiðsli
Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Viggó Kristjánsson - HC Erlangen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Hvorki Viggó Kristjánsson né Andri Már Rúnarsson leikmenn Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni voru í leikmannahópi liðsins þegar Evrópumeistarar Magdeburg komu í heimsókn á laugardaginn.

Mikið leikjaálag er á liði Magdeburg sem voru tveimur dögum áður að leika stórleik gegn Barcelona í Barcelona í 2.umferð Meistaradeildarinnar.

Erlangen nýttu sér það þrátt fyrir forföll íslensku landsliðsmannana og enduðu leikar 31-31. Erlangen er með fjögur stig að loknum fimm leikjum.

Viggó Kristjánsson staðfesti í samtali við Handkastið að bæði hann og Andri Már hefðu verið að glíma við smávægileg meiðsli en gerir ráð fyrir að þeir verði með í næsta leik Erlangen þegar liðið mætir Hannover-Burgdorf á föstudagskvöldið.

Andri Már er að glíma við meiðsli á ökkla á meðan Viggó er að glíma við meiðsli í læri.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top