Ómar Ingi markahæstur – Haukur stoðsendingahæstur
ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

Haukur Þrastarson (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

5.umferðin í þýsku úrvalsdeildinni lauk í gær með fjórum leikjum. Kiel er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan Arnór Þór Gunnarsson og lærisveinar hans í Bergischer eru enn án stiga á botni deildarinnar.

Það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu og framlagi íslensku leikmannana í þýsku úrvalsdeildinni þegar litið er á tölfræðina eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leikmaður deildarinnar með 49 mörk en næstur á eftir honum kemur færeyski landsliðsmaðurinn Elias Ellefsen a Skipagotu með 46 mörk. Mathias Gidsel kemur síðan næstur með 44 mörk.

Blær Hinriksson er næst markahæstur Íslendinganna í deildinni með 30 mörk en hann er 8. markahæsti í deildinni. Viggó Kristjánsson er með 27 mörk en hann hefur hinsvegar einungis leikið fjóra leiki þar sem hann var ekki með Erlangen í jafnteflinu gegn Magdeburg um helgina.

Haukur Þrastarson sem gekk í raðir Rhein-Neckar Lowen í sumar frá Dinamo Bucursti í Rúmeníu er stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar hingað til ásamt Mathias Gidsel með 23 stoðsendingar. Niels Versteijnen leikmaður Lemgo kemur næstur með 22 stoðsendingar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði stoðsendingahæsti með 20 stoðsendingar og Viggó Kristjánsson hefur gefið 17 stoðsendingar.

Ómar Ingi Magnússon er 18. stoðsendingahæsti með fjórtán stoðsendingar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top