Ómar Ingi ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
5.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í gær þegar að 4 leikir voru á dagskrá, Dakin handball gáfu út lið umferðarinnar og var Ómar Ingi meðal leikmanna í liðinu. Joel Birlhehm (Hannover) Joel Birlhehm markvörður Hannover átti góðan leik þegar að lið hans sigruðu Rhein-Neckar Löwen á heimavelli. Joel Birlhehm varði 14 bolta(36%). Emil Jacobsen(Flensburg) Vinstra hornarmaðurinn Emil Jacobsen og félagar í Flensburg unnu 10 marka útisigur á Arnóri Þór og lærisveinum í Bergischer. Emil skoraði 7 mörk úr 7 skotum og lagði upp eitt mark. Marek Nissen(Erlangan) Marek Nissen og félagar í Erlangan sóttu sterkt stig gegn þegar að evrópumeistarar Magdeburgar komu í heimsókn. Marek skoraði 10 mörk og lagði upp 4 mörk. Moritz Sauter(Hamburg) Moritz Sauter liðsfélagi Einars Þorsteins í Hamburg átti góðan leik þegar að þeir sóttu stig gegn Lemgo á heimavelli. Moritz skoraði 11 mörk og lagði upp 4 mörk. Ómar Ingi Magnússon(Magdeburg) Ómar Ingi og liðsfélagar í Magdeburg sótti óvænt stig gegn liði Erlangan á útivelli. Ómar Ingi skoraði 11 mörk og lagði upp 4 mörk. Domen Novak(Flensburg) Hægra hornarmaðurinn Domen Novak og liðsfélagar hans unnu 10 marka sigur á Bergischer. Domen skoraði 3 mörk og lagði upp 2 mörk. Justus Fischer(Hannover) Línumaðurinn Justus Fischer og félagar í Hannover unnu góðan sigur á Rhein-Neckar Löwen. Justus skoraði 6 mörk. 6.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hefst á fimmtudag þegar að 3 leikir eru á dagskrá Næstu leikir: 25.09 Lemgo-Bergischer 25.09 Kiel-Minden 25.09 Gummersbach-Stuttgart
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.