Rasimas hefur lagt skóna á hilluna
Haukar topphandbolti)

Vilius Rasimas (Haukar topphandbolti)

Litháenski landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Hauka í Olís-deild karla hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Þetta var tilkynnt nú rétt í þessu af Haukum á samfélagsmiðlum sínum.

Rasimas gekk í raðir Hauka frá Selfossi fyrir síðustu leiktíð en gekkst undir aðgerð á hné fyrr í sumar. Rasimas hefur ekki náð sér eftir aðgerðina og nú hefur hann tekið þá ákvörðun að segja skilið við handboltann sem leikmaður.

,,Eftir að hafa spilað eitt ár með Haukum hefur Vilius Rasimas tekið þá erfiðu ákvörðun að leggja handboltaskóna á hilluna. Aðgerð sem hann gekkst undir í vor skilaði því miður ekki þeim árangri sem vonast var eftir," segir í tilkynningunni frá Haukum.

,,Við höfum komist að góðu samkomulagi um starfslok hans og Vilius hyggst flytja aftur heim til Litháen, þar sem hann tekur við handboltatengdri stjórnunarstöðu. Þó að við séum leið yfir að missa hann, erum við stolt af næsta skrefi hans og þakklát fyrir allt sem hann lagði til liðsins."

Að lokum þakkar Haukar Vilius fyrir sitt framlag og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Handkastið tekur undir þau orð og óskar Vilius Rasimas velfarnaðar í framtíðinni og vonast til að hann nái sér aftur eftir erfið meiðsli.

Vilius Rasimas fluttist til Íslands sumarið 2020 og gekk þá í raðir Selfoss frá Aue í Þýskalandi. Rasimas lék fjögur tímabil með Selfossi áður en hann skipti yfir til Hauka síðasta sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top