Guðjón Valur Sigurðsson (PATRICK HERTZOG / AFP)
Samfélagsmiðlasíða Evrópska handknattleikssambandsins, EHFEURO hitar þessa dagana upp fyrir EM sem framundan er í janúar á næsta ári. Í dag birti EHF á Instagram síðu sinni ótrúlegt mark Guðjóns Vals Sigurðssonar núverandi þjálfara Gummersbach sem hann skoraði gegn Serbíu á EM 2018. Guðjón Valur hafði vippað boltanum í slána en boltinn kom aftur út í teiginn. Þá tók Guðjón Valur ótrúlegt hopp inn í teig og kýldi boltann í markið. Sjón er sögu ríkari.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.