Guðmundur Þórður Guðmundsson (Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)
Guðmundi Þórði Guðmundssyni var sagt upp störfum sem þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins, Fredericia fyrr í dag. Slæm byrjun Fredericia á tímabilinu olli þess að Guðmundi var sagt upp störfum en liðið er einungis með tvö stig að loknum fjórum leikjum. Fimm marka tap gegn Nordsjaelland í gær fyllti mælinn hjá stórnendum félagsins. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur hjá TV 2 Sports, skilur ákvörðun Fredericia um að rifta samningi við Gumma Gumm. Bent tjáir sig um uppsögnina í dönskum miðlum í dag. „Ég skil ástæðu Fredericia fyrir því að rifta samningi Guðmundar Guðmundssonar," segir Bent Nyegaard. Hann bendir á að vilji og barátta liðsins sem hefur einkennt þá síðustu tímabil hafi vantað á þessu tímabili. „Það er eitthvað sem ég hef tekið eftir þegar ég horfi á leiki þeirra. Ef það er eitt sem lið Guðmundar inniheldur alltaf, þá er það barátta og vilji til að vinna. Þegar sú tjáning, sem ég hef lofað Fredericia oft, hverfur, þá á slíkt lið og þjálfarinn við vandamál að stríða." Að sögn Bent er það einmitt þessi skortur á orku og vilja sem gerir uppsögnina skiljanlega.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.