Trúði varla sínum eigin augum
SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lasse lengst til hægri. (SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Um helgina var tilkynnt að danski landsliðsmaðurinn, Lasse Andersson leikmaður Fuchse Berlín gangi í raðir nýliða HØJ í dönsku úrvalsdeildinni næsta sumar.

Margt benti til þess að Lasse Andersson myndi ganga í raðir ungverska stórliðsins Veszprém næsta sumars en samkvæmt heimildum Handkastsins þróuðust málin í aðra átt vegna persónulegrar aðstæðna hjá danska landsliðsmanninum.

Það fór því svo að Lasse hefur samið við HØJ frá og með sumrinu 2026 og hefur hann gert fjögurra ára samning við félagið. Í kjölfarið hefur fyrrum þjálfari Lasse hjá Fuchse Berlín, Jaron Siewert verið orðaður við þjálfarastarf HØJ frá og með næsta sumri.

,,HØJ hefur tryggt sér einn stærsta leikmann nútíma dansks handbolta," segir í umfjöllun Hbold.dk fréttir sem komu flatt upp á handboltasérfræðinginn og fyrrverandi landsliðsmannsins, Lars Rasmussen.

Fyrir litla félagið norðan við Kaupmannahöfn eru þetta risavaxin fjárfesting og í dönskum handbolta almennt eru þetta félagaskipti sem fær fólk til að hugsa, hvað sé í gangi hjá jafn litlu félagi og HØJ er.

Lasse Andersson á að baki glæsilegan feril bæði í Barcelona og Fuchse Berlín þar sem hann varð þýskur meistari og í öðru sæti í Meistaradeildinni en nú hefur hann kosið að fara heim til Danmerkur til að spila fyrir HØJ og þetta eru fréttir sem eru þegar farnar að vekja upp athgyli í handboltasamfélaginu.

,,Þetta er alveg rosalegt. Ég verð að viðurkenna að ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég heyrði að Andersson sé að fara til HØJ. Hann er leikmaður sem gæti valið nánast hvaða félag sem er í Evrópu og svo endar hann í félagi sem spilaði í 1. deild á síðasta tímabili," sagði sérfræðingurinn Lars Rasmussen við HBOLD.dk.

Lars Rasmussen bendir á að Lasse Andersson með sínum gæðum, líkamsbyggingu og reynslu á hæsta stigi leiksins, geti breytt allri myndinni af því hvernig litið verði á HØJ á komandi tímabili, þar sem Jannick Green mun einnig ganga til liðs við félagið.

,,Hann er ekki bara hæfileikaríkur handboltamaður hann hefur einnig gríðarlega reynslu. Þegar félag eins og HØJ getur laðað að sér slíkan leikmann sendir það skilaboð til allra annarra: Við viljum vera meðal þeirra bestu í Danmörku."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top