Tryggvi Sigurberg Traustason (Sigurður Ástgeirsson)
Sigur nýliða Selfoss á Íslands- og bikarmeisturum Fram í 3.umferð Olís-deildar karla hljóta að vera ein óvæntustu úrslit í Olís-deildinni síðustu ár eða hvað? Þessu velti Stymmi klippari fyrir í nýjasta þætti Handkastsins. Selfoss vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu en Framarar voru ósigraðir fyrir leikinn eftir tvo sigra gegn FH og Þór. ,,70% af Selfoss liðinu hafði ekki spilað í Olís-deildinni fyrir tímabilið. Maður er liggur við enn að lesa yfir skýrsluna og læra nöfnin," sagði Stymmi klippari sem benti á að vissulega hafi vantað eitthvað í liðið hjá Fram. ,,Karakterinn þegar Fram kemst yfir í lokin og Ívar Logi er nánast að fagna í andlitið á mönnunum á bekknum hjá Selfossi, þá hélt ég að Selfoss myndi alltaf brotna. En síðan í rauninni urðu Selfyssingarnir bara geggjaðir í kjölfarið og ég er ótrúlega ánægður með þessi úrslit,” sagði Gunnar Valur Arason sem var einn af gestum þáttarins. 5.umferðin í Olís-deild karla: Föstudagur: Laugardagur:
Fimmtudagur:
18:30 Valur - Selfoss
19:00 ÍR - Afturelding
19:30: Fram - Haukar
19:00 Stjarnan - FH
19:30: HK - KA
16:00 ÍBV - Þór
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.