Dagur Gautason ((Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Vinstri hornamaðurinn, Dagur Gautason lék ekki með Arendal í norska bikarnum um helgina en liðið þurfti að sætta sig við eins marks tap gegn Baekkelaget eftir framlengdan leik 42-41. Tímabilið hefur byrjað erfiðlega hjá Arendal en liðið er með tvö stig að loknum fyrstu þremur umferðunum í norsku úrvalsdeildinni. Dagur sagði í samtali við Handkastið að um smávægileg meiðsli hafi verið um að ræða og hann hafi því ekki getað leikið með liðinu í bikarleiknum gegn Baekkelaget um helgina. Liðið mætir Fjellhammer á sunnudaginn næstkomandi og gerir Dagur ráð fyrir að hann verði með í þeim leik. ,,Ég fékk högg á vinstri fótinn sem ég fékk undir lok leiks gegn Runar í deildarleiknum á fimmtudaginn. Ég geri hinsvegar ráð fyrir að vera klár í næsta leik," sagði Dagur í samtali við Handkastið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.