Jóhannes Berg skoraði 3 mörk í kvöld ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Íslendingaliðið TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason spilar með féll í kvöld úr leik í dönsku bikarkeppninni eða Santander Cup eins og hún heitir í Danmörku. Holstebro mætti Sønderjyske á útivelli og voru eftir á frá upphafi til enda, staðan í hálfleik var 15-11 fyrir heimamenn og þeir unnu að lokum nokkuð öflugan og sannfærandi sigur, 27-20. Jóhannes Berg skoraði þrjú mörk úr sex skotum og bætti við einni stoðsendingu. Gestirnir hafa því sagt skilið við bikarkeppnina í ár og geta farið að einbeita sér alfarið að deildinni. Úrslit kvöldsins: Sønderjyske 27-20 TTH Holstebro
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.