Fengu leikmenn nóg af Gumma Gumm?
Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)

Guðmundur Þórður Guðmundsson (Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)

Eins og kom fram á Handkastinu þá var Guðmundur Guðmundsson látinn taka poka sinn hjá Fredericia.

Guðmundur skilur eftir sig gott bú hjá Fredericia en undir hans stjórn endaði liðið í 3.sæti í deildinni tímabilið 2022/23 og kepptu til úrslita um danska meistaratitilinn sama ár en urðu að sætta sig við silfurverðlaun.

Síðan þá hefur gengið legið niður á við og eftir 3 tapleiki í fyrstu 4 leikjum tímabilsins og 9 töp í síðustu 10 leikjum ef síðasta tímabil er tekið með.

Fréttir frá Danmörku herma að leikmenn liðsins hafi verið komnir með nóg af stjórnunarstíl og samskiptum við Guðmund og hafi sú óánægja látið á sér kræla í talsverðan tíma. Stjórn Fredericia á að hafa litið í kringum sig eftir nýjum þjálfara í sumar en ákvað að halda tryggð við Guðmund.

Þolinmæði stjórnarinnar rann hins vegar út um helgina sem ákvað að segja Guðmundi upp og samkvæmt fjölmiðlum í Danmörku var mikil gleði með það innan leikmannahóps Fredericia. Hvað sú gleði endist lengi verður hins vegar tíminn að leiða í ljós.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top