Viktor Lekve gæti verið að fá til sín Íslending
Egill Bjarni Friðjónsson)

Viktor Lekve (KÍF)

Viktor Lekve, sem tók í sumar við karlaliði KÍF frá Kollafirði í færeysku úrvalsdeildinni gæti verið að fá til sín íslenskan leikmann.

Viktor Lekve staðfesti í samtali við Handkastið að Benedikt Emil Aðalsteinsson leikmaður Víkings í Grill66-deildinni gæti verið að ganga í raðir félagsins. Benedikt Emil var í Færeyjum um helgina að skoða aðstæður hjá KÍF.

Liðið vann stórsigur á Team Klaksvík í 1.umferð færeysku úrvalsdeildarinnar um helgina 32-18 en þar var Benedikt Emil meðal áhorfenda.

,,Hann var hjá okkur í heimsókn um helgina að skoða aðstæður. Vonandi náum við saman," sagði Viktor Lekve í samtali við Handkastið en Viktor hefur verið að leita leikstjórnanda eftir að leikstjórnandi hans hafi slitið krossband seint á undirbúningstímabilinu.

Benedikt Emil Aðalsteinsson var markakóngur Grill 66 deildar karla tímabilið 2023/2024 er hann lék með venslaliði Víkings samhliða því að leika með Víking í Olís-deildinni það tímabil. Á síðustu leiktíð lék hann í Grill66-deildinni með Víkingum.

Hann er samningsbundinn félaginu og segir Viktor að viðræður séu í gangi milli félaganna og leikmannsins um möguleika þess að hann skipti yfir til KÍF í Færeyjum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top