Annar danskur landsliðsmaður orðaður við Berlín
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Thomas Arnoldsen (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danski landsliðsmaðurinn, Thomas Arnoldsen leikmaður dönsku meistaranna í Álaborg er orðaður við Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín. 

Það er RThandball og Rygtebors sem greina frá á Instagram.

Thomas Arnoldsen gekk í raðir Álaborg frá Skanderborg sumarið 2023 og er því að hefja sitt þriðja tímabil með danska félaginu.

RTHandball segir frá því að Arnoldsen sé með samning við Álaborg til ársins 2028 en áhugi stórliðsins gæti haft áhrif á framtíð hans.

Fuchse Berlín hafa einnig verið orðaðir við Danann Simon Pytlick en ólíklegt þykir að félagið fái bæði Thomas Arnoldsen og Simon Pytlick til sín.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top