Markvarðarpar Fram fær heimsókn frá Skolphreinsun Ásgeirs
Kristinn Steinn Traustason)

Breki Hrafn Árnason - Arnór Máni Daðason (Kristinn Steinn Traustason)

Í nýjasta þætti Handkastsins var komið að vikulegum lið í Handkastinu þriðja árið í röð þar sem Handkastið velur skitu vikunnar.

Skita vikunnar að þessu sinni var markvarðarpar Fram í Olís-deild karla en Framarar töpuðu gegn nýliðum Selfoss í 3.umferð Olís-deildarinnar síðasta föstudagskvöld.

,,Ég ætla biðja Skolphreinsun Ásgeirs að heimsækja markvarðarpar Framara. Það þarf aðeins að skoða það hvernig þeir eru að byrja þessa síðustu tvo leiki," sagði Stymmi klippari og bætti við:

,,Breki Hrafn og Arnór Máni mínir uppáhaldsmenn eru bæði í leiknum gegn Þór og Selfoss þá eru þeir að klukka einn bolta samtals í fyrri hálfleik."

,,Það er ekki nógu gott. Ég þykist vita það að minn fyrrum lærifaðir Roland Valur Eradze nýi markmannsþjálfarinn hjá Fram er örugglega búinn að fara vel yfir þetta og láta þá heyra það."

Breki Hrafn lék síðan daginn eftir, á laugardaginn og átti stórleik í marki Fram 2 gegn Herði í Grill66-deildinni.

,,Ég dauðöfunda hann að geta bara mætt strax í leik daginn eftir og kvitta fyrir, sennilega drullu pirraður," sagði Stymmi að lokum. 

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top