Meistaradeildin: Orri Freyr markahæstur í fyrsta tapi Sporting
(ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

Orri Freyr Þorkelsson Sporting ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Dinamo Bucuresti fengu Bjarka Má Elísson og félaga í Veszprém í heimsókn. Álaborg tók á móti Orra Frey Þorkelssyni og félögum í Sporting. Íslendingaliðið Kolstad fóru í heimsókn til Nantes og HC Eurofarm Pelister tóku á móti GOG.

A riðill
Dinamo Bucuresti (ROU) - ONE Veszprém HC (HUN) 27-30 (15-15)
Markahæstir: Haniel Langaro með 7 mörk fyrir Dinamo Bucuresti og Nedim Remili með 7 fyrir Veszprém

Bjarki Már skoraði 3 mörk fyrir Veszprém í kvöld þegar liðið sótti sinn annan sigur í keppninni.

Aalborg Handball (DEN) - Sporting Clube de Portugal (POR) 35-30 (18-12)
Markahæstir: Buster Engelbrecht Juul-Lassen með 9 mörk fyrir Álaborg og Fransisco Costo og Orri Freyr Þorkelsson voru báðir með 6 mörk fyrir Sporting

Álaborg tylltu sér í annað sæti riðilsins með sigrinum í dag. Orri Freyr var stórkostlegur með Sporting í kvöld.

HBC Nantes (FRA) - Kolstad Handball (NOR) 39-24 (21-13)
Markahæstir: Aymeric Minne með 7 mörk fyrir Nantes og Magnus Søndenå með 4 mörk fyrir Kolstad

Kolstad fékk skell í kvöld en þeir héldu vel í Nantes til að byrja með og skoraði Benedikt Gunnar Óskarsson fyrstu 3 mörk Kolstad í leiknum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn skildu leiðir og var aldrei aftur snúið og lauk leiknum með stórsigri Nantes. Arnór Snær Óskarsson skoraði einnig 3 mörk fyrir Kolstad líkt og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Staðan í A riðlinum:

Standings provided by Sofascore

B riðill
HC Eurofarm Pelister (MKD) - GOG (DEN) 28-31 (14-14)
Markahæstir: Dejan Manaskov með 9 mörk fyrir Eurofarm Pelister og Frederik Friche Bjerre með 13 mörk fyrir GOG.

Eurofarm Pelister eru að koma mörgum á óvart í ár en þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru fljótt komnir 10-5 yfir. Það var einna helst fyrir stórleik Bjerre í vinstra horninu hjá GOG sem þeim tókst að vinna sig inn í leikinn.

Staðan í B riðlinum:

Standings provided by Sofascore

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top