Valdimar Örn Ingvarsson ((Sigurður Ástgeirsson)
Bæði Sigtryggur Daði Rúnarsson leikmaður ÍBV og Valdimar Örn Ingvarsson leikmaður Selfoss í efstu deild karla fengu rautt spjald í 3.umferðinni í síðustu viku. Mál þeirra var tekið fyrir hjá aganefnd HSÍ í gær. Skemmst er frá því að segja að báðir sluppu þeir við leikbann en aganefnd HSÍ mat það sem svo að bæði brotin falli undir reglu 8:5 b). Aganefndin vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Bæði Sigtryggur Daði og Valdimar Örn geta því leikið í komandi umferð en ÍBV tekur á móti Þór og því getur Sigtryggur Daði leikið gegn sínu uppeldisfélagi á laugardaginn. Valdimar Örn getur leikið með sínu liði gegn Val í 4.umferðinni annað kvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.