Óli Mittún (Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)
3.umferðin í Meistaradeildinni hefst í kvöld með fjórum leikjum. Tveir leikir hefjast klukkan 16:45 og tveir leikir klukkan 18:45. Allir leikir Meistaradeildarinnar eru sýndir í beinni á Livey. Það er athyglisverður leikur í kvöld klukkan 18:45 þegar GOG heimsækir Eurofarm Pelister í Norður-Makedóníu. Heimamenn eru með tvö stig en GOG eru án stiga. Kasper Christensen þjálfari GOG leggur leikinn upp í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið ætli þeir sér að eiga möguleika að fara uppúr riðlinum. ,,Ef við ætlum að komast áfram úr riðlinum verðum við að halda Eurofarm Pelister og Zagreb fyrir neðan okkur. Ef annað hvort liðið endar fyrir ofan okkur held ég að við getum ekki komist áfram,“ sagði Kasper við DR Sporten. Kasper Christensen leggur áherslu á mikilvægi þess að GOG nái að spila sinn leik og stjórna tempóinu. Kasper vill keyra upp tempóið og komast á því að þurfa að berjast of mikið við leikmenn Pelister á hálfum velli. ,,Ef við spilum tíu leiki gegn Pelister, og þetta snýst bara um handbolta, þá held ég að við séum betra lið en þeir. En þarna verður þetta eins og í helvíti. Við verðum að vera viðbúin því að þeir noti öll möguleg brögð. Það er sérstaklega mikilvægt að við spilum okkar leik. Ef við komum ekki tempóinu inn í leikinn, þá gætum við farið í leik sem þeir vilja og þá getum við ekki sigrað þá,“ sagði Christensen. Eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 18:45 og er í beinni á Livey.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.