Árni Bragi Eyjólfsson (Raggi Óla)
ÍR tók á móti Aftureldingu í 4.umferð Olís-deildar karla í kvöld. ÍR-ingar voru með eitt stig fyrir leikinn á meðan Afturelding var á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Það mætti segja að byrjun leiksins hafi reynst ÍR-ingum dýrkeypt því Afturelding komst í 6-0 forystu eftir sjö mínútna leik. Gestirnir héldu forystunni út allan fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik 15-21 Aftureldingu í vil eftir að hafa mest komist átta mörkum yfir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn sem komust inn í leikinn en Afturelding var meira og minna manni færri í rúmar tíu mínútur og það nýttu ÍR-ingar sér vel. Staðan var 29-32 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en ÍR-ingar jöfnuðu metin í 32-32 á næstu fjórum mínútum og komust yfir með marki frá Bernardi Kristjáni þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir. Eftir ótrúlegan lokamínútur þá var það Ágúst Ingi Óskarsson sem varð etja Aftureldingar en hann skoraði sigurmark Aftureldingar sekúndu fyrir leikslok og tryggði Aftureldingu eins marks sigur 37-36. Grátlegur endir eftir frábæran seinni hálfleik hjá ÍR Bernard Kristján var markahæstur ÍR-inga með tíu mörk og Jökull Blöndal var stórkostlegur með níu mörk úr ellefu skotum. Hjá Aftureldingu var Ihor Kopyshynski markahæstur með níu mörk, Árni Bragi skoraði sjö mörk og Kristján Ottó Hjálmsson sex mörk. Sigurjón Bragi Atlason varði 14 skot í fjarveru Einars Baldvins Baldvinssonar sem er meiddur og verður frá næstu vikurnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.