Annar sigur Vals í röð á nýliðunum
Sævar Jónasson)

Agnar Smári Jónsson (Sævar Jónasson)

Valur vann sinn annan leik í röð í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið vann sex marka sigur á Selfossi á heimavelli 31-25 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 13-14.

Valur var meira og minna yfir allan fyrri hálfleikinn en gestirnir enduðu fyrri hálfleikinn á góðum kafla og leiddu í hálfleik með einu marki.

Selfoss hélt forystunni fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik en í stöðunni 18-19 gestunum í vil þá fór allt í baklás og liðið skoraði ekki mark í átta mínútur og Valur nýtti sér það og breytti stöðunni í 24-19.

Valur sigldi þessu síðan örugglega í höfn og uppskar sex marka sigur 31-25.

Magnús Óli Magnússon var markahæstur Valsmanna með átta mörk þar af sex úr vítum. Agnar Smári Jónsson kom næstur með fimm mörk.

Björgvin Páll var frábær í markinu með 14 varða bolta eða 38% markvörslu.

Hjá Selfossi var Hannes Höskuldsson markahæstur með tíu mörk en Anton Breki Hjaltason og Jason Dagur Þórisson komu næstir með þrjú mörk hvor.

Alexander Hrafnkelsson var með átta varða bolta í markinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top