Einar Baldvin frá næstu vikurnar – Davíð Svans í hóp
Kristinn Steinn Traustason)

Einar Baldvin Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar verður frá keppni næstu vikurnar. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Einar Baldvin fór meiddur af velli í leik liðsins gegn KA í 3.umferð Olís-deildarinnar og verður ekki með liðinu í leiknum gegn ÍR sem fer fram í kvöld.

,,Ég á að vera frá í 4-6 vikur samkvæmt sjúkraþjálfara en veit betur eftir helgi hvernig landið liggur,” sagði Einar Baldvin í samtali við Handkastið en talið er að hann sé með slit á innanverðu liðbandi í hné.

Davíð Hlíðdal Svansson hefur tekið fram skóna og er í leikmannahópi Aftureldingar í leiknum í kvöld.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top