Fæst við miklu þroskaðri Mathias Gidsel
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nikolej Krickau (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danirnir Nicolej Krickau og Mathias Gidsel eru sameinaðir á ný eftir að hafa verið samherjar hjá GOG á sínum tíma er Krickau stýrði liðinu og áður en Gidsel gekk í raðir Fuchse Berlín sumarið 2022.

Nú hefur Krickau tekið við Fuchse Berlín þar sem Mathias Gidsel er samningsbundinn til ársins 2029 og hefur farið með himinskautum síðustu mánuði með liðinu.

Þeir tveir áttu farsælt samstarf hjá GOG en síðan þá eru liðin þrjú ár þar til þeir eru nú komnir aftur saman í Berlín. Krickau segir í viðtali við TV2 Sport að hann sé hrifinn af þróun Gidsel.

,,Hann er ótrúlega hæfileikaríkur handboltamaður, en hann er líka miklu þroskaðri Mathias Gidsel. Það er ótrúlega margt sem hefur gerst á þeim þremur árum síðan við vorum saman hjá GOG. Þess vegna er það auðvitað annar, þroskaðri maður sem ég er að fást við,“ sagði Krickau við TV 2 Sport og leggur einnig áherslu á hvernig Gidsel hefur tekið stórt skref sem leiðtogi.

Fuchse Berlín heimsækir pólska liðið Kielce í 3.umferð Meistaradeildarinnar í dag klukkan 16:45 og er leikurinn sýndur í beinni á Livey.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top