Kári Kristján Kristjánsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Kári Kristján Kristjánsson leikjahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi gekk í raðir nýliða Þórs á dögunum. Kári hafði verið samningslaus frá því að samningur hans við sitt uppeldisfélag ÍBV rann út í sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um mál Kára Kristjáns og ÍBV hér á Handkastinu en nú er þeirri sögu lokið og nýr kafli tekur við hjá Kára. Kári Kristján er byrjaður að æfa með nýju liðinu en segir að farið sé varlega á fyrstu æfingunum eftir langt sumarfrí. ,,Skrokkurinn tók ágætlega í fyrstu æfinguna en við fórum mjög varlega. Það var ekkert verið að setja allt í botn og maður verður að vera skynsamur, það er númer 1, 2, 3. Ef eitthvað af þessu vöðvadrasli fer þá er það talið í einhverjum vikum og við nennum því ekki," sagði Kári Kristján í samtali við Handkastið. ,,Það eru margir leikir framundan og við verðum að vera klókir. Það var góð tilfinning að fá boltann í hendurnar á fyrstu æfingunni.” Fyrsti leikur Kára með Þór verður gegn sínum gömlu félögum í ÍBV í Vestmannaeyjum. Kári gerir ráð fyrir að hann verði í leikmannahópnum og spili þann leik. ,,Ég reikna með því að vera í hóp á laugardaginn og mín aðkoma í liðið verður aðeins meiri en bara það sem ég hef fram að færa á gólfinu. Fyrst maður er kominn þá vill maður gefa af sér. Þá er líka gott að geta farið í gallann þó að þátttakan verður ekki endilega mikil. Það er gott að taka hrollinn úr sér og byrja þetta aftur. Þá verður þetta auðveldara,” sagði Kári Kristján í samtali við Handkastið. Samningaviðræður Kára og Þórs hafa staðið yfir lengi. Var einhverntímann tvísýnt að þetta myndi ekki ganga upp? ,,Staðan er einfaldlega sú að maður er að fara af heiman frá fjölskykdunni. Það er kona og tvö börn heima og það þurfti allt að vera niðurneglt. Við gerðum það í róleg heitum og þetta var alltaf að fara stefna hingað. Það var yfirvegun af beggja hálfu.” Kári viðurkennir að hann sé á sérdíl hjá Þór og hann mun einhverjar helgar fara heim til Eyja og vera hjá fjölskyldu sinni þá sérstaklega eftir leiki í bænum. Hann segir að það hafi verið hluti af því að þetta myndi geta gengið upp. Kári Kristján hefur verið þekktur fyrir einkennisfagn sitt eftir glæsileg mörk á ferlinum þar sem sem hann hefur myndað einhversskonar rokkmerki með fingrunum og fagnað upp í stúku. Gerir hann ráð fyrir að fagna sína fyrsta marki með Þór ef það verður á laugardaginn í Vestmannaeyjum upp í stúku? ,,Verður það ekki bara að koma í ljós. Ég get ekki spáð fyrir því sem mun gerast. Það verður að koma í ljós.” Kári viðurkennir að hann sé hrærður yfir öllum þeim skilaboðum sem hann hefur fengið síðustu daga úr öllum áttum eftir að hann samdi við Þór. ,,Ég hef fengið mikinn kærleik og mér hefur fundið vænt um það. Ég hef fengið skilaboð úr öllum áttum og óvæntum áttum meiri segja. Frá fólki sem er harðlínu fólk í félaginu heima (ÍBV) að maður sé að fá kærleik frá þeim þykir mér vænt um það,” sagði Kári Kristján að lokum.Verður með í leiknum gegn ÍBV
Fagnar Kári fyrsta markinu gegn ÍBV?
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.