Einar Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið heyrði í Einari Jónssyni þjálfara Fram í vikunni fyrir stórleik þeirra gegn Haukum í 4.umferð efstu deildar sem fram fer í kvöld klukkan 19:30 og verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Bæði lið eru með fjögur stig að loknum þremur umferðum. Fram tapaði óvænt gegn Selfoss í síðustu umferð og það lá ekki á svörum hjá Einari hvað hafi klikkað hjá þeim í þar. ,,Við vorum ekki nógu góðir, varnarlega bara lélegir og orkuleysið var algjört. Ofan á það gekk ekkert upp hjá okkur og alltof margir áttu off dag." Handkastið ræddi það í síðasta þætti að markmenn Fram hefðu einungis varið eitt skot í fyrri hálfleik gegn Þór og sama var upp á teningnum gegn Selfoss. ,,Það er ekkert bara við markmennina að sakast, við höfum verið að byrja leikina illa varnarlega en höfum svo náð að rífa okkur í gang sem ég hélt að væri líka að gerast gegn Selfoss en það tókst því miður ekki." Framundan er stórleikur á heimavelli Fram gegn Haukum og hlakkar Einari mikið til að reyna kvitta fyrir tapið á Selfossi. ,,Við þurfum að rífa okkur í gang og mæta með betra hugarfar til leiksins því mér finnst hafa vantað upp á það hjá okkur undanfarið." Fram urðu fyrir mikilli blóðtöku þegar kom í ljós fyrr í vikunni að Marel Baldvinsson leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu og viðurkenndi Einar að það væri mikið högg fyrir þá að missa Marel því það væri ansi fáir rétthentir leikmenn eftir sem spiluðu með þeim í fyrra. Dánjal Ragnarsson hefur komið virkilega sterkur inn í hópinn og er Einar virkilega ánægður að hafa náð í hann en viðurkenndi þó að Fram væru alltaf að skoða markaðinn þó hann reiknaði síður með því að sækja nýja leikmenn inn í hópinn. 4.umferðin í efstu deild karla: Föstudagur:
Í kvöld:
18:30 Valur - Selfoss
19:00 ÍR - Afturelding
19:30 Fram - Haukar
19:00 Stjarnan - FH
19:30 HK - KA
Laugardagur:
16:00 ÍBV - Þór
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.