Benedikt Emil Aðalsteinsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Líkt og Handkastið minntist á fyrr í vikunni var líklegt að Benedikt Emil Aðalsteinsson, ungur leikmaður á mála hjá Víking, væri á leiðinni til Færeyja að spila fyrir KÍF frá Kollafirði sem Árbæingurinn Viktor Lekve þjálfar. Benedikt Emil staðfesti svo tíðindin í samtali við Handkastið nú rétt í þessu. "Ég flýg út á morgun og allt orðið klárt" sagði Benedikt Emil. Á næstu dögum birtist stutt viðtal við Benedikt um vistaskiptin og búferlaflutningana.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.