Meistaradeildin: Janus Daði markahæstur í spennutrylli
Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Janus Daði skoraði 6 mörk gegn PSG (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Industria Kielce tóku á móti Berlínarefunum. HC Zagreb fengu Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í Barca í heimsókn. Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged tóku á móti PSG og íslenska þríeykið í Magdeburg fengu Wisla Plock í heimsókn.

A riðill
Industria Kielce (POL) - Füchse Berlin (GER) 32-37 (15-22)
Markahæstir: Alex Dujshebaev með 9 mörk fyrir Kielce og Mathias Gidsel með 13 mörk fyrir Füchse Berlin.

Berlínarrefirnir tóku forystu snemma í leiknum og létu hana aldrei af hendi og eru því enn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni.

Staðan í A riðlinum:

Standings provided by Sofascore

B riðill
HC Zagreb (CRO) - Barca (ESP) 25-32 (12-17)
Markahæstir: Luka Lovre Klarica með 6 mörk fyrir HC Zagreb og Dika Mem með 6 mörk fyrir Barca.

Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekki við sögu hjá Barca í kvöld.

Pick Szeged (HUN) - PSG (FRA) 31-28 (17-17)
Markahæstir: Janus Daði Smárason með 7 fyrir Pick Szeged og Sebastian Karlsson með 7 fyrir PSG

Pick Szeged komust fyrst tveimur mörkum yfir með marki frá Janusi, sem var allt í öllu í sóknarleik Szeged í kvöld, þegar um 2 mínútur lifðu leiks. Frábær sigur hjá Janusi og félögum í annars hnífjöfnum leik.

SC Magdeburg (GER) - Wisla Plock (POL) 27-26 (14-10)
Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon með 9 mörk fyrir Magdeburg og Sergei Mark Kosorotov með 8 mörk fyrir Wisla Plock.

Sergey Hernandez var svo sannarlega hetja Magdeburgar í kvöld þegar hann varði tvívegis á loka sekúndunum til þess að tryggja bæði stigin. Ómar Ingi var markahæstur með 9 mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 mörk og Elvar Örn skoraði ekki.

Staðan í B riðlinum:

Standings provided by Sofascore

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top