Jónas Karl Gunnlaugsson (Sigurður Ástgeirsson)
Nýliðar Selfoss unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð þegar liðið vann Íslands- og bikarmeistara Fram á heimavelli með einu marki. Handboltahöllin sem sýnd er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld fóru yfir sigur Selfoss í síðasta þætti. Þar var farið yfir skrautlegt atvik undir lok fyrri hálfleiks sem og lokamínútuna þar sem mikil spenna var. 4.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld þar sem Selfoss mætir Val klukkan 18:30 og Fram fær Hauka í heimsókn klukkan 19:30. Hægt er að sjá umfjöllun Handboltahallarinnar hér að neðan: 4.umferðin í Olís-deild karla: Fimmtudagur: 18:30 Valur - Selfoss 19:00 ÍR - Afturelding 19:30: Fram - Haukar Föstudagur: 19:00 Stjarnan - FH 19:30: HK - KA Laugardagur: 16:00 ÍBV - Þór
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.