Spilar sinn fyrsta leik í kvöld í 1234 daga
Haukar topphandbolti)

Darri Aronsson (Haukar topphandbolti)

Eitt verst geymda leyndarmálið í íslensku handbolta var afhjúpað í gær þegar Haukar tilkynntu að Darri Aronsson væri kominn eftir þrjú erfið ár erlendis þar sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Þrátt fyrir þrjú ár í Frakklandi lék Darri síðast á Íslandi í Hauka treyjunni í úrslitakeppninni í maí 2022 gegn ÍBV í undanúrslitum. Nú er hinsvegar bjartari tímar framundan og staðfesti Darri í samtali við Handkastið að hann verður í leikmannahópi Hauka í kvöld gegn Fram í 4.umferð efstu deildar.

,,Það hefur verið langt og krefjandi ferðalag, en ég er þakklátur fyrir að vera kominn aftur á gólfið og hlakka til að taka af alvöru þátt í æfingum með strákunum,“ sagði Darri í tilkynningunni sem Haukar birtu í gær.

,,Ég er búinn að vera að æfa á fullu í vörninni með liðinu að undanförnu. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að koma inn í vörnina til að byrja með en síðan sjáum við hvernig líkaminn bregst við," sagði Darri í samtali við Handkastið.

Leiki Darri með Haukum í kvöld verður þetta hans fyrsti keppnisleikur í 1234 daga eða frá 10.maí 2022.

Handkastið býður Darra velkomin heim og vonum innilega að hann geti leikið af fullum krafti á komandi misserum.

4.umferðin í efstu-deild karla:

Fimmtudagur:
18:30 Valur - Selfoss
19:00 ÍR - Afturelding
19:30: Fram - Haukar (Sjónvarpi Símans)

Föstudagur:
19:00 Stjarnan - FH
19:30: HK - KA

Laugardagur:
16:00 ÍBV - Þór

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top