Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 3.umferð fari í Olís deild karla. Valur – Selfoss (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Valur Bæði lið að koma inn í leikinn eftir sigur. Selfoss kom öllum á óvart og sigruðu Fram í síðasta leik en mig grunar að þeim verði skellt á jörðina í þessum leik og Valsmenn sýni úr hverju þeir eru gerðir. Öruggur Valssigur í mínum bókum. ÍR– Afturelding (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Afturelding ÍR hafa virkað þungir og hægir í upphafi tímabils meðan Afturelding situr á toppnum með fullt hús stiga. ÍR eru að endurheimta Bernard úr meiðslum en mér finnst vanta ennþá of mikið uppá hjá ÍR og Afturelding komnir lengra með sitt lið. Verður torsóttur sigur en Afturelding hefur það á endanum. Fram – Haukar (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Haukar Stórleikur umferðarinnar í beinni hjá Símanum. Fram töpuðu óvænt gegn Selfoss í síðust umferð og misstu svo lykilmann í Marel Baldvinssyni í krossbandaslit. Haukar eru að finna mojo-ið sitt aftur og Aron Rafn er byrjaður að verja. Ég held að Haukar verði of stór biti fyrir Fram eftir áfall vikunnar. Coolbet er að bjóða 1.85 fyrir Hauka sigur. Stjarnan – FH (Föstudagur 19.00) / Sigurvegari: FH Mikil meiðsli í herbúðum Stjörnunnar sem náðu þó að vinna sterkan sigur á HK í síðustu umferð. FH-ingar hafa verið að stíga upp eftir tap í fyrstu umferð. Leikir þessara liða hafa alltaf verið jafnir undanfarin ár og það verður engin breyting í þessari umferð en FH-ingar munu hafa þetta á breiddinni í þessum leik. HK – KA (Föstudagur 19:30) / Sigurvegari: HK Þarna kemur fyrstu sigur HK. Þeir hafa verið að setja saman góðan frammistöður í síðustu leikjum en hafa ekki náð að breyta þeim í stig. KA var skellt á jörðina eftir ágætis byrjun á tímabilinu í síðasta leik gegn Aftureldingum. Kórinn verður vígi þetta föstudagskvöld og HK vinnur fyrsta sigur tímabilsins. Coolbet eru að bjóða 2.10 fyrir heimasigur í þessum leik. ÍBV– Þór (Laugardagur 16:00) / Sigurvegari: ÍBV Return of the mack! Kári Kristján Kristjánsson er búinn að skrifa undir hjá Þór og fyrsti leikurinn er gegn ÍBV í EYJUM! Hver er að skrifa þetta handrit?? Ég veit allavegna hvað ég er að fara að gera á laugardaginn klukkan 16:00. En því miður fyrir Kára og Þórsara þá fara þeir tómhentir heim eftir þessa heimsókn til Eyja.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.