Var agaleysi í herbúðum ÍBV?
Eyjólfur Garðarsson)

Sigtryggur Daði Rúnarsson (Eyjólfur Garðarsson)

FH og ÍBV mættust í stórleik 3.umferðarinnar í síðustu umferð þar sem FH hafði betur nokkuð sannfærandi. Fyrsta tap Eyjamanna staðreynd sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á heimavelli.

Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar velti fyrir sér agaleysi í liði ÍBV í leiknum gegn FH. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk að líta beint rautt spjald í fyrri hálfleik og þa fékk Andri Erlingsson tvær mínútur fyrir munnsöfnuð. Eyjamenn voru á tímabili fjórir inn á vellinum í kjölfarið.

,,Agaleysi og ekki agaleysi. Sigtryggur er óheppinn að fara í andlitið á honum og hvort hann fari í hálsinn á honum eða hvað þá lítur þetta illa út. Ég get ekki tekið undir agaleysi," sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar.

Þá var Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV ósáttur með að Ágúst Birgisson hafi ekki fengið rautt spjald fyrir brot sitt á Daníeli Þór Ingasyni. Sérfræðingateymið í Handboltahöllinni voru ósammála Erlingi þar.

4.umferðin í efstu-deild karla:
Fimmtudagur:
18:30 Valur - Selfoss
19:00 ÍR - Afturelding
19:30: Fram - Haukar

Föstudagur:
19:00 Stjarnan - FH
19:30: HK - KA

Laugardagur:
16:00 ÍBV - Þór

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top