Andri Rúnarsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Fram fóru tveir leikir í 5.umferð þýsku bundesligunnar í dag, og voru 2 Íslendingar í eldlínunni. Fyrri leikur dagsins var þegar að Hannover tóku á móti Andra Rúnars og félögum í Erlangan. Erlangan leiddu með 5 mörkum í hálfleik og voru sterkari aðilinn allan leikinn. Lokatölur voru 26-32. Andri Rúnarsson skoraði 3 mörk og lagði upp 1 mark. Viggó Kristjánsson var ekki í hóp. Atkvæðamesti maður vallarins var Yannik Bialowas í liði Erlangan með 9 mörk. Í seinni leik dagsins tók Arnar Freyr og liðsfélagar í Melsungen á móti Hamburg. Í hálfleik leiddi Melsungen með 5 mörkum og héldu þeir góðri spilamennsku í seinni hálfleik og unnu 4 marka sigur. Arnar Freyr skoraði 2 mörk. Einar Þorsteinn var utan hóps. Atkvæðamesti maður vallarins var Dainis Kristopans í liði Melsungen þar sem hann skoraði 8 mörk og lagði upp 4 mörk. Úrslit dagsins: Hannover-Erlangan 26-32 Melsungen-Hamburg 32-28
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.