Arnar Pétursson (KERSTIN JOENSSON / AFP)
HSÍ leitar að öflugum framkvæmdastjóra sambandsins; úrræðagóðum og sóknarsinnuðum leiðtoga fyrir kraftmikla liðsheild sem lifir fyrir leikinn og vill sækja fram til meiri árangurs og afreka - því við erum hjartað í boltanum! "Viltu leiða besta liðið?" Svona hefst auglýsing HSÍ inn á vef Alfreðs þar sem sambandið leitar af eftirmanni Róberts Geirs Gíslasonar sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri HSÍ næstu mánaðarmót. Atvinnuauglýsing HSÍ má sjá hér að neðan: Helstu verkefni og ábyrgð Menntunar- og hæfniskröfur HSÍ er hjartað í boltanum og gegnir lykilhlutverki innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hjá sambandinu starfar kraftmikill og reynslumikill hópur við að stilla saman strengi í öllu því sem viðkemur þjóðaríþróttinni. Umsóknarfrestur er til og með 6. október nk. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason ([email protected]) og Garðar Ó. Ágústsson ([email protected]) hjá Vinnvinn.
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.