KA sótti mikilvæg stig í Kórinn í kvöld
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

KA gerði góða ferð í Kópavoginn í kvöld og sigraði HK 27-31 í næst síðasta leik 4.umferðar í Olís deild karla.

KA byrjaði leikinn miklu betur og voru komnir með 5 marka forystu 3-8 eftir um 20 mínútna leik og eins og lesendu sjá þá gekk ekkert né rak í sóknarleik HK í byrjun leiks.

KA leiddi örugglega 9-13 í hálfleik og HK virtust eiga fá svör. Eitthva hefur Halldór Jóhann þó messað yfir sínum mönnum í hálfleik því það kom allt annað lið út í síðari hálfleikinn.

HK-ingar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og voru búnir að jafna hann í 22-22 þegar tæplega korter var til leiksloka. Þó tók hins vegar við góður leikkafli hjá KA sem skoruðu 4 mörk í röð og lögðu grunninn að 27-31 sigri.

KA eru því komnir með 4 stig í Olís deildinni en HK situr ennþá pikkfast við botninn með 0 stig.

Markaskorun HK: Ágúst Guðmundsson 8 mörk, Haukur Ingi Hauksson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Leó Snær Pétursson 3, Andri Þór Helgason 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Örn Alexandersson 1.

Markvarsla HK: Róbert Örn Karlsson 7 varin, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1 varið.

Markaskorun KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 mörk, Magnús Dagur Jónatansson 6, Einar Birgir Stefánsson 5, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 4, Morten Linder 4, Aron Daði Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1, Daníel Matthíasson 1.

Markvarsla KA: Bruno Bernat 12 varin

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top