Leggjum allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum
(Baldur Þorgilsson)

Lilja er mætt aftur á völlinn ((Baldur Þorgilsson)

Kvennalið Vals mætir hollenska liðinu JuRo Unirek í fyrri leik liðanna í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Hollandi á morgun klukkan 17:00 ytra.

Liðin mætast síðan aftur í N1-höllinni að Hlíðarenda á sunnudaginn í næstu viku klukkan 16:00. Sigurvegarar úr einvíginu mæta þýska úrvalsdeildarliðinu Blomberg-Lippe í seinni umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

JuRo Unirek eru hollenskir meistarar frá síðasta timabili. Liðið varð meistari meistaranna á dögunum og hafa spilað þrjá leiki í deildinni heima fyrir þar sem þær unnu einn leik en tapaða tveimur.

,,Þær spila 6-0 vörn og keyra vel á andstæðinginn. Þær eru með öflugar skyttur í liðinu í bland við snögga leikmenn sem fara mikið í árásir,” sagði Anton Rúnarsson sem gerir ráð fyrir erfiðum leik í dag.

,,Ég býst við hörkuleik á erfiðum útivelli. Þetta er 50/50 leikur. Við munum leggja allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum í þessum leik,” sagði Anton í samtali við Handkastið.

Handkastið greindi frá því í gær að í lið Vals vanti þær Elísu Elíasdóttur, Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og Mariam Eradze sem allar eru að glíma við meiðsli.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top