Mikil hvatning fyrir ungt fólk að huga að öllum þessum þáttum
J.L.Long)

Jón Þórarinn Þorsteinsson (J.L.Long)

Markvörðurinn, Jón Þórarinn Þorsteinsson hefur hafið tímabilið í Olís-deildinni með FH frábærlega og komið mörgum virkilega á óvart með sinni frammistöðu. Jón Þórarinn gekk í raðir FH frá Selfossi fyrir tímabilið.

Í Handboltahöllinni sem fer fram á mánudagskvöldum í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var farið yfir frammistöðu Jóns í leiknum gegn ÍBV í 3.umferðinni þar sem hann fór á kostum og endaði með 50% markvörslu.

Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar fór skrefinu lengra í umfjölluninni um Jón Þórarin og tók fyrir árangurssögu Jóns Þórarins sem hefur breytt um mataræði og fór í næringarþjálfun hjá PS.Árangri.

,,Árangurssaga Jóns er með ólíkindum. Við erum með mynd af honum frá árinu 2021 og síðan erum við með mynd af honum frá því í dag. Þetta er ótrúlegur árangur," sagði Hörður Magnússon sem myndin sem sýnd var er hér að neðan.

,,Hann fær aðstoð með matarræði hjá Perlu Rut og Söndru Erlings. hjá PS Árangur. Hann sagðist hafa verið prufudýr hjá þeim þegar þær byrja. Þetta er að svínvirka fyrir hann það er alveg ljóst. Hann er í hörkustandi, þú breytist ekkert svona bara með því að vera duglegur að æfa," sagði Ásbjörn Friðriksson og hélt áfram:

,,Þú þarft líka að vera með rétt mataræði og hann er að gera góða hluti."

Rakel Dögg Bragadóttir tók undir þau orð.

,,Mér fannst þetta ótrúlega merkilegt þegar ég sá þetta. Þá hugsaði maður: Vá þetta er greinilega strákur sem hefur lagt mikla vinnu á sig. Á fjórum að fara í gegnum allt þetta sem sýnir að þetta skiptir miklu máli."

,,Þú getur æft meira og lyft meira en mataræði er risa stór hluti af því að ná árangri. Hann tekur þessa ákvörðun að fara í næringarþjálfun hjá þeim og myndin sýnir gríðarlegan mun. Núna er hann að sýna frammistöðu í takt við það. Mér finnst þetta aðdáunarvert og mikil hvatning fyrir ungt fólk að huga að öllum þessum þáttum," sagði Rakel Dögg í Handboltahöllinni.

FH mætir Stjörnunni í Heklu-höllinni í kvöld klukkan 19:30 og verður leikurinn sýndur í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top