Halldór Jóhann Sigfússon (Sævar Jónasson)
Stjörnumenn tóku á móti FH í Hekluhöllinni í 4.umferð Olís deildarinnar í kvöld. FH byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik. Þetta myndi á gamaldags handbolta því markaskorun var með lægsta móti en FH leiddi 14-11 í hálfleik. Eitthvað hefur þjálfarateymi Stjörnunnar látið sína menn heyra það því það mætti allt annað Stjörnulið til leiks í seinni hálfleik. Eftir um 6 mínútur í seinni hálfleik var Stjarnan búin að jafna leikinn í 15-15 og stuttu síðar komnir með forystu 20-18. FH áttu fá svör við varnarleik Stjörnunnar og Sigurður Dan Óskarsson fann sig vel fyrir aftan sína menn í markinu. Það fór svo að Stjörnumenn unnu leikinn með 5 marka mun 28-23 og þar með síðari hálfleikinn 17-9. Hornamenn Stjörnunnar, Gauti Gunnarsson og Daníel Karl Gunnarsson fóru á kostum í kvöld og Sigurður Dan var frábær í markinu eins og fyrr segir. Hjá FH getur Garðar Ingi Sindrason gengið sáttur frá borði en aðrir leikmenn fundu sig ekki í kvöld. Markaskorun Stjörnunnar: Gauti Gunnarsson 7 mörk, Daníel Karl Gunnarsson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Barnabás Rea 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Ísak Logi Einarsson 1, Jóel Bernburg 1. Markvarsla Stjörnunnar: Sigurður Dan Óskarsson 14 varin. Markaskorun FH: Garðar Ingi Sindrason 7 mörk, Einar Örn Sindrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Símon MIchael Guðjónsson 3, Þórir Ingi Þorsteinsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ingvar Dagur Gunnarsson 1. Markvarsla FH: Jón Þórarinn Þorsteinsson 7 varin, Daníel Freyr Andrésson 2 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.