Sveinur Olafsson (Raggi Óla)
Færeyingurinn, Sveinur Ólafsson leikmaður Aftureldingar varð fyrir því óláni að nefbrotna í sigri liðsins á ÍR í 4.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi. Það er Handbolti.is sem greindi frá. Stefán Árnason staðfesti í samtali við Ívar Benediktsson ritstjóra Handbolta.is meiðslin á Sveini og taldi að hann yrði frá í það minnsta 4-6 vikur. Eftir að hafa fengið lítil sem engin tækifæri með liði Aftureldingar á síðustu leiktíð undir stjórn Gunnars Magnússonar hefur tækifærum Sveins fjölgað á nýju tímabili undir stjórn Stefáns Árnasonar. Þetta er því mikið áfall bæði fyrir Svein og liðið. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar með fullt hús stiga en liðið vann ÍR 37-36 í miklum marka og kaflaskiptum leik.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.